Pantaðu fyrir 1. mars og fáðu frían flutning beint heim í hlað

*Ef pantað er 6 tonn eða meira
Dagar
Klst
Mín
Einkorna vs fjölkorna áburður

Einkorna áburður  – jafnvægi í hverju korni

Áburður gegnir lykilhlutverki í ræktun túna og getur verið afgerandi þáttur þegar kemur að gæðum uppskeru og hagkvæmni í framleiðslu. Einkorna áburður er einstakt form áburðar sem byggir á vísindalegum grunni og tryggir jafnvægi næringarefna og jafna dreifingu þeirra. Hér er nánar fjallað um kosti einkorna áburðar og hvers vegna hann getur skipt sköpum í árangursríkri ræktun túna.

Hvað einkennir einkorna áburð?

Einkorna áburður er framleiddur þannig að hvert einasta korn inniheldur öll uppgefin næringarefni í réttu hlutfalli. Þetta tryggir að allar plöntur fá jafnan aðgang að þeim næringarefnum sem þær þurfa á að halda til að vaxa og dafna. Algeng næringarefni sem finna má í einkorna áburði eru:

  • Nitur (N): Hvetur til vaxtar og eykur grænan lit.
  • Fosfór (P): Styður rótarmyndun og bætir blómgun.
  • Kalíum (K): Styrkir plöntur og bætir gæði uppskerunnar.
  • Snefilefni (t.d. magnesíum, brennisteinn og bór): Tryggja jafnvægi og heilbrigði í ræktun.

Þessi nákvæmni í samsetningu gerir einkorna áburð frábrugðinn öðrum áburðartegundum og hentar hann því sérlega vel þar sem jöfn dreifing næringarefna skiptir sköpum.

Einkorna áburð frá Græði má finna í fjölbreyttum samsetningum – sem uppfylla ólíkar þarfir ræktenda:

  • Græðir 1 (12-12-17): Hentar vel fyrir matjurtir, kartöflur, kál og skógrækt. Klórfrír.
  • Græðir 5 (15-15-15): Frábær fyrir nýrækt og þar sem skortur er á fosfór og kalí í túnum.
  • Græðir 6 (20-10-10): Fyrir meðalfrjós tún og grænfóðurrækt þar sem ekki er búfjáráburður.
  • Græðir 8 (22-7-12): Fyrir kalísnauð mýrartún, sérstaklega algeng um vestan- og norðanvert landið.
  • Græðir 9 (27-6-6): Fyrir gömul tún með uppsöfnuðum fosfór og sem gott val með búfjáráburði.
  • Magni 1 (N27): Fyrir fyrsta slátt, á milli slátta, og sem viðbótaráburður fyrir grænfóður.

Þessi sérhæfða blanda af einkorna áburði tryggir að bændur geta valið réttan áburð fyrir sína ræktun og náð fram hámarks nýtingu á næringarefnum.

Helstu kostir einkorna áburðar

Einkorna áburður býður upp á marga kosti sem gera hann að eftirsóknarverðum áburði fyrir bændur:

  1. Jöfn dreifing næringarefna: Hvert korn inniheldur öll næringarefnin í sömu hlutföllum, sem tryggir jafnvægi í dreifingu á túnum. Þetta hefur sérstaka þýðingu fyrir efni eins og fosfór, sem hreyfist lítið í jarðvegi og þarf að vera nálægt rótum til að nýtast.
  2. Betri nýting næringarefna: Þar sem næringarefnin eru jöfn í hverju korni, er minni hætta á að plöntur fái of mikið eða of lítið af einstökum efnum. Þetta dregur úr sóun og eykur hagkvæmni.
  3. Einfalt í notkun: Einsleitni korna auðveldar stillingar á áburðardreifurum, sem tryggir jafnari dreifingu og dregur úr hættu á misjafnri dreifingu.
  4. Meiri uppskerugæði: Jöfn dreifing og bætt nýting næringarefna skila sér í sterkari, heilbrigðari túnum og betri uppskerugæðum.

FRÍ HEIMSENDING

Þeir sem panta fyrir 1. mars fá fría heimsendingu heim á hlað.
Frí heimsending