Áburður fyrir íslenskar aðstæður
Betri uppskera, minni sóun, meiri hagkvæmni. Með Græðir færðu áburð sem er sérhannaður fyrir íslenskan jarðveg, tryggir hámarks nýtingu og eykur framleiðslugæði. Við höfum unnið með íslenskum bændum í áratugi við að þróa lausnir sem skila meiri uppskeru, lægri kostnaði og sjálfbærum jarðvegi.
Veldu áburð sem vinnur fyrir þig – veldu Græðir.
Sérvalið úrval einkorna og fjölkorna áburðartegunda, sem byggja á áratuga hefð og efnasamsetningu sem henta vel við íslenskar aðstæður.
Frí heimkeyrsla á áburði ef pantað er meira en 6 tonn fyrir 1. mars 2025.
Fáðu áburðinn sendan beint heim í hlað!
Græðir 2025
Áburðarritið Græðir er komið út og í því má finna áburðarverðskrá og vöruskrá fyrir árið 2025. Verðskráin sýnir verð pr. tonn (án vsk.) miðað við afgreiðslu í 600 kg sekkjum

Nettilboð
3% staðgreiðsluafsláttur af öllum áburði sem er keyptur hér í vefverslun til 1. mars. Gríptu tækifærið og tryggðu þér bestu kjörin á uppskeru ársins!