Algengar spurningar
Vöruframboð og notkun á áburði
Hvaða áburðartegundir bjóðið þið upp á?
Við bjóðum gott úrval af einkorna áburði sem hentar mismunandi ræktunaraðstæðum og jarðvegsþörfum. Á meðal áburðartegunda í boði eru: Græðir 9, Græðir 8, Græðir 6, Græðir 5, Græðir 1, Magni 1, Fjölmóði 3, og Omya kornað kalk. Frekari upplýsingar um vöruúrval og verð má finna hér.
Hvað hentar áburðurinn ykkar fyrir?
Áburðurinn okkar er hannaður fyrir íslenskar aðstæður og hentar m.a. vel fyrir: grasrækt, kornrækt, trjárækt, matjurtir og uppgreiðslu. Við bjóðum lausnir sem mæta mismunandi jarðvegs- og ræktunaraðstæðum. Nánari leiðbeiningar varðandi áburðarmagn og tegund áburðar má finna hér.
Hvernig veit ég hvaða áburð ég þarf?
Við mælum með að láta greina jarðveginn áður en þú velur áburð. Þú getur einnig fengið ráðgjöf frá okkar sérfræðingum til að velja rétta blöndu fyrir þínar aðstæður.
Dreifing og geymsla
Hvernig er best að dreifa áburði?
Það fer eftir tegund ræktunar og jarðvegi. Almenn ráð eru:
- Dreifa áburði jafnt yfir svæðið.
- Nota áburðardreifara fyrir nákvæmni.
- Fylgja leiðbeiningum á pakkningu eða fá ráð frá sérfræðingum okkar.
Hvernig geymi ég áburð?
Áburður ætti að vera geymdur á þurrum og köldum stað, fjarri raka og beinu sólarljósi. Gættu þess að umbúðir séu vel lokaðar eftir notkun.
Eru einhverjar reglur sem ég þarf að fylgja við notkun áburðar
Já, það er mikilvægt að fylgja íslenskum reglugerðum um notkun áburðar til að lágmarka áhrif á umhverfið. Hafðu samband ef þú hefur spurningar.
Verð og afslættir
Hvað kostar áburðurinn?
Verðið fer eftir tegund áburðar, magni og afhendingarskilmálum. Hafðu samband við okkur til að fá verðtilboð. Skoða verðskrá.
Bjóðið þið upp á afslátt?
3% staðgreiðsluafsláttur af öllum áburði sem er keyptur hér í vefverslun til 1. mars 2025.
Frí heimkeyrsla er á áburði ef pantað er meira en 6 tonn fyrir 1. mars 2025.
Hvernig eru greiðslukjör?
Gjalddagi er 1. maí 2025
Eindagi er 15. maí 2025
Greiðsludreifing er í boði fram til 15. október með 6% ársvöxtum sem reiknast frá gjalddaga.
Dráttarvextir reiknast á vanskil frá gjalddaga.
Get ég fengið áburðinn sendan og hvað kostar flutningur?
Já, við bjóðum upp á heimsendingu til viðskiptavina.
Frí heimkeyrsla er á áburði ef pantað er meira en 6 tonn fyrir 1. mars 2025.
Eftir 1. mars þá er verðið á flutning 2.500 kr/tonn án vsk. fyrir 6 tonn eða meira, m.v. afgreiðslu frá afgreiðsluhöfn og heim á hlað viðskiptavinar.
Kostnaður við flutning á áburði minna en 6 tonn miðast við verðskrá flutningsaðila.
Afhending og skil á áburði
Er hægt að skila áburði?
Nei því miður er ekki hægt að skila áburði í stórsekkjum.
Hversu fljótt má búast við afhendingu pantana?
Miðað er við að allur áburður sem er pantaður fyrir 1. mars 2025 sé afhentur mánaðarmótin apríl – maí.
Í hvaða póstföng sendið þið áburð?
Afhending og þjónustusvæði
Við afgreiðum og sendum áburð um allt land í gegnum vefverslun nema í eftirfarandi póstnúmer: 500, 530, 531 (KVH) og 540-570 (KS).
Ef þú hefur spurningar um afhendingu á þínu svæði, vinsamlegast hafðu samband við okkur í síma 570-9800 eða á netfangið aburdur@aburdur.is
Ertu með fleiri spurningar?
Sérfræðingarnir okkar hjá Fóðurblöndunni eru alltaf til taks til að svara spurningum þínum. Hafðu samband við okkur í gegnum síma, tölvupóst eða heimsæktu eina af verslunum okkar.